Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 08:01 Damir Muminovic er mættur aftur í græna hluta Kópavogs og framundan seinni hluti tímabilsins með Breiðabliki Vísir/Ívar Fannar Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu. Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira