Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu, þar sem segir að farsímasamband sé einnig skert á nærliggjandi svæðum. Tæknimenn Mílu vinna að viðgerð og eru samstarfsaðilar á leið á staðinn. Á vef Mílu er upp talið á hvaða búnað bilunin hefur áhrif.
Uppfært 16:55: Í tilkynningu frá Mílu segir að öll þjónusta sé komin í lag eftir endurræsingu á búnaði sem bilaði fyrr í dag á Reyðarfirði.