Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 13:00 Kattholt er nú yfirfullt af köttum. Vísir/Kristín Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“ Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“
Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira