Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar 22. júní 2025 23:33 Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun