„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2025 13:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegarráðherra sakar stjórnarandstöðuna um málþóf í umræðu um veiðigjöld. Hún er þó bjartsýn á að það takist að afgreiða málið á þingi í sumar. Vísir Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Þingfundur hefst á Alþingi í dag klukkan þrjú. Stóra málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld. Önnur umræða um frumvarpið hófst á miðvikudaginn og hélt áfram þar til á laugardag. Þetta er því fimmti þingfundurinn þar sem önnur umræða um frumvarpið fer fram og eru tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar á mælendaskrá í dag. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknarflokks í atvinnuveganefnd hafa lagt fram frávísunartillögur. Stjórnarandstaðan beiti málþófi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svarar aðspurð að ekkert sé hæft í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Þessar frávísunartillögur eru bara hluti af þessum málþófi sem er í gangi hjá minnihlutaflokkunum þremur og beinist gegn leiðréttingu veiðigjalda en hefur því miður áhrif á fjölda annarra mála líka,“ segir Hanna Katrín. Í texta með frumvarpinu kemur fram að þar séu lagðar til breytingar á lögum um veiðigjald, með það að markmiði að breyta viðmiði aflaverðmætis fyrir tiltekna nytjastofna sjávar þannig að viðmið í reiknistofni veiðigjalds endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Þá séu með frumvarpinu lagðar til breytingar á frítekjumarki álagningar hvers árs hjá gjaldskyldum aðilum til að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og botnfisksútgerðir sem ekki reka vinnslu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín telur hins vegar nægan tíma til að ljúka aðra umræðu um málið á þingi. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það takist að ljúka annarri umræðu í sumar. En það er alveg ljóst að þetta er mjög vel skipulagt málþóf hjá minnihlutanum sem hefur lýst því yfir á þinginu og í fjölmiðlum að hann ætli að stöðva þessa leiðréttingu. Það er nú svo að það er góður meirihluti á þinginu fyrir þessu máli og við munum halda þessu til streitu. Sumarið er ekki langt komið. Tíminn er nægur. Það eru fordæmi fyrir því að þing fari inn í júlí eða að það sé gert hlé og haldið áfram með mál í ágúst. Vonandi eru uppbyggileg samtöl í gangi milli þingflokksformanna stjórnar- og stjórnarandstöðu. Ég held að flestir sjái að það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu,“ segir hún. Forseta að ákveða hvort 71. grein verði notuð Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sagði í fréttum RÚV í lok maí að ríkisstjórnin gæti samþykkt að ljúka málþófi stjórnarandstöðunnar og ganga til atkvæða um mál samkvæmt annarri málsgrein 71. greinar þingskaparlaga. Greininni var síðast beitt fyrir 66 árum. „Það væri í höndunum á forseta Alþingis. Það eru ekki fordæmi fyrir því að þessari grein væri beitt. Mér þætti miður ef fulltrúar meiri- og minnihluta geta ekki klárað málið á annan hátt. Ég get líka sagt það að það er fráleitt að hægt sé að stöðva starfsemi þingsins með svona málþófi eins og virðist vera í pípunum,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira