Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 12:22 Rússneskur hermaður hleður fallbyssu og býr sig undir að skjóta á Úkraínumenn á ónefndum stað í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndina í dag. AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag. Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30