Samkeppnin tryggir hag neytenda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. júní 2025 15:02 Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matvöruverslun Fjármál heimilisins Verðlag Landbúnaður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu? Við þurfum öll að vera vel á verði varðandi verðlag. ASÍ hefur unnið mikilvægt starf í verðlagseftirliti og m.a. þróað smáforritið Nappið, sem gerir fólki kleift að bera saman verð milli verslana með einfaldri skönnun. Um 25 þúsund notendur hafa sótt forritið, og viðtökurnar sýna skýrt að neytendur kalla eftir auknu gagnsæi í verðlagningu. Varðandi nýlegar verðhækkanir skera þrír flokkar matvöru sig sérstaklega úr; kaffi og kakó, grænmeti og ávextir og kjötvörur. Heimsmarkaðsverð á kaffi og kakó hefur hækkað gríðarlega á undanförnum misserum og má aðallega rekja þá þróun til áhrifa loftslagsbreytinga sem hafa valdið uppskerubresti víða um heim. Hér á landi hafa kartöflur hækkað um 20% á undanförnu ári þó heimsmarkaðsverð hafi ekki verið lægra í fjögur ár. Ástæður þess má meðal annars rekja til óhagstæðs veðurfars. Þá hafa grænmetisbændur talað um að hækkun á orkuverði hafi mikil áhrif á reksturinn og má vera að sú hækkun sé komin fram í afurðaverðinu. Að auki hefur mjög skæður plöntusjúkdómur herjað á sítrusávexti og valdið miklum afföllum hjá ræktendum í helstu framleiðslulöndum. Kjötið hækkar sérstaklega Verðhækkun á kjöti þarf að skoða nánar – sérstaklega í ljósi þeirrar umfangsmiklu undanþágu sem innlendum kjötafurðastöðvum var veitt frá ákvæðum samkeppnislaga með breyttum búvörulögum á síðasta ári. Með breytingunum geta afurðastöðvar nú sameinast án eftirlits samkeppnisyfirvalda óháð því hversu mikilli yfirburða samkeppnisstöðu þær eru í, Samkeppniseftirlitið getur ekki rannsakað áhrif samruna á hag neytenda. Þessar breytingar áttu að veita afurðastöðvum tækifæri til þess að hagræða með tilheyrandi ábata fyrir bændur og neytendur. Verðhækkunin vekur hins vegar áleitnar spurningar. Hefur undanþágan verið nýtt til slíkrar hagræðingar – eða til að hækka verð? Frjáls og opin samkeppni er besta leiðin til þess að tryggja neytendum hagstætt verð. Verðhækkun stafar af margvíslegum þáttum eins og hér er rakið en skortur á samkeppni viðheldur hærra verði. Skortur á samkeppni dregur líka úr hvata til nýsköpunar og umbóta sem kemur neytendum til góða. Þess vegna er nú í meðferð Alþingis frumvarp mitt þar sem þessar illa ígrunduðu undanþágur frá samkeppnislögum eru afturkallaðar. Í haust mun ég síðan leggja fram annað frumvarp sem tryggir bændum sambærileg tækifæri til samstarfs og tíðkast í nágrannaríkjunum án þess að mikilvægum leikreglum samkeppninnar sé fórnað. Matarverð kemur okkur öllum við. Það skiptir máli að stjórnvöld séu vakandi fyrir því ef það hækkar óeðlilega mikið. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar á öfluga neytendavernd og virka samkeppni hef ég sett á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins. Verkefni teymisins er að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun