Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar 25. júní 2025 16:32 Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið virkur í flokkapólitík og beinist hugur minn fremur að nýsköpun og uppbyggingu atvinnulífs. Ég vil landið í byggð og blóma, þá ekki síst Vestfirði. Það krefst fjölbreyttra atvinnukosta, frelsis til athafna og öflugs og samheldins samfélags. Fólk og fjármagn dregið á braut Fyrir nokkrum áratugum urðu bæir og þorp á Vestfjörðum hart úti. Upp úr 1980 gengu byggðirnar í gegnum mikið niðurlægingar- og samdráttarskeið þegar ofveiði hafði kallað á að brugðist yrði við henni með upptöku kvótakerfis. Við bættist óstöðugleiki í efnahagsmálum, síendurteknar gengisfellingar, verðbólga og ríkisafskipti sem drógu kraft úr athafnafólki og skyggðu á fyrirsjáanleika atvinnulífsins. Skipin voru seld, fyrirtæki hættu rekstri og fólkið flutti burt. Eldra fólk á Vestfjörðum minnist þess tíma sem samfelldrar martraðar þegar systurnar Ofstjórn og Óstjórn réðu ríkjum. Vaknað af vetrardvala Síðustu ár hafa Vestfirðir vaknað af vetrardvala. Nýsköpun hefur eflst á mörgum sviðum og slagkraftur atvinnulífsins hefur vaxið með aukinni fjárfestingagetu. Efnahags- og menningarlíf er í blóma. Hátt atvinnustig á Vestfjörðum hefur ýtt undir fólksfjölgun. Nemendur á öllum skólastigum hafa ekki verið fleiri í tugi ára. Fjölbreytt fyrirtæki huga mörg að því að ráða fleira fólk og að frekari fjárfestingum. Rekstur sveitarfélaganna gengur betur. Skattspor Vestfirðinga stækkar sem aldrei fyrr, landsmönnum öllum til ábata. - Krafturinn er þvílíkur að rætt er um vestfirska efnahagsævintýrið í þessu sambandi. Líklega 100 milljarðar Skattaframlag Vestfjarða undanfarin fimm ár var 30 milljarðar króna og fyrirsjáanlegt er að næstu fimm ár verði skattaframlagið 60 milljarðar króna og leggjast við það til viðbótar 40 milljarðar króna vegna aukaskattgreiðslna við sölu hugverka til móðurfélags Kerecis í Danmörku. Í þessu ljósi má búast við að næstu fimm árin verði skattaframlagið líklega um 100 milljarðar. Adam ekki lengi í Paradís En Adam var ekki lengi í Paradís. Þennan árangur efnahagslegs vaxtar sjávarþorpanna ætlar ríkisstjórnin nú að ofurskatta og leggja sína visnu hönd yfir með íþyngjandi álögum sem á næstu árum munu minnka skattaframlag Vestfjarða frá sjávarútvegi sem og veikja byggðirnar. Þessu hlýtur allt réttsýnt fólk, bæði það sem ann landsbyggðinni og þeim sem er annt um auknar tekjur til ríkissjóðs, að mótmæla kröftuglega. Allt lagt undir Þeir sem andæfa áformum stjórnmálamanna eru sagðir gæta sérhagsmuna „stórútgerða” eða fjögurra eða fimm fjölskyldna. Slíkt tal er fjarri öllum raunveruleika. Flest sjávarútvegsfyrirtæki landsins eru í grunninn fjölskyldufyrirtæki sem keyptu kvóta og veðsettu hús og híbýli til kaupanna. Fjölskyldur sem tóku áhættur í rekstri, unnu myrkranna á milli og áttu stundum ekki fyrir launum. Í sumum tilfellum fór illa og allt tapaðist. Ég þekki persónulega til fjölskyldna sem lögðu allt undir og töpuðu öllu. En fjölskyldurnar stóðu saman og með harðfylgni og vinnusemi komu þær undir sér fótunum aftur og áratug síðar var rekstur víðast kominn í ásættanlegt horf. Fjárfestingar í vinnslu og skipum hafa aukið veltu og umsvif. Að sama skapi hefur skattspor rekstrarins aukist og þar með framlag til rekstrar þjóðfélagsins. Það má ekki gleymast að 90 prósent kvótans á Íslandi hafa skipt um hendur á þennan máta, með framtaks- og vinnusemi. Fyrirhuguð ofursköttun mun draga úr framtaks- og vinnusemi. Sovésk eignaupptaka Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mun sitja eftir hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru, farsælu fyrirtæki hér fyrir vestan, til nýsköpunar og framtíðaruppbyggingar. Beinar álögur ríkisins sem hlutfall af rekstrarafkomu eru áætlaðar 91 prósent sé miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðileyfagjalda. Útreikningarnir koma frá Skattinum, stofnun sem við flest virðum og treystum upplýsingum frá. Þeir sýna svo ekki verður um villst að áformum um stórauknar álögur má líkja við sovéska eignaupptöku. Flestum ætti að vera ljóst að slík áform í anda Ráðstjórnar munu enda með ósköpum. Verjum lífvænlegar landsbyggðir Ég hvet Vestfirðinga og forsvarsmenn fyrirtækja og byggðarlaga að láta nú heyra í sér sem aldrei fyrr. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er Vestfirðingur og áhugamaður um lífvænlegar landsbyggðir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun