Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 00:06 Selenskí var fyrr í dag á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Haag. AP Volódimír Selenskí Úkraínuforseti og Alain Berset aðalritari Evrópuráðsins skrifuðu undir samkomulag um stofnun sérstaks dómstóls vegna árásarglæpa á hendur Úkraínu í Strassborg í dag. Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Frá þessu greinir Selenskí í samfélagsmiðlafærslu. „Samkomulagið og dómstóllinn gefa okkur raunverulegt tækifæri til að tryggja réttlæti vegna árásarglæpa. Við verðum að senda skýr skilaboð: Árás leiðir til refsingar. Evrópa öll þarf að vinna þetta í sameiningu. [Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í] Haag bíður þeirra sem bera ábyrgð. Það er nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð. Við erum þakklát Evrópuráðinu fyrir að taka af skarið í þessu ferli. Réttlæti verður sannarlega náð,“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvar dómstóllinn verður staðsettur eða hvenær réttarhöld færu fram. Í færslu á Instagram-síðu Evrópuráðsins segir að tilgangurinn með dómstólnum verði að sakfella hátt setta leiðtoga sem eru ábyrgir fyrir árásarglæpum Rússa gegn Úkraínu. Árásarglæpir vísi til ólögmætrar beitingar hervalds á hendur öðru ríki. Í maí árið 2023 skrifuðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þáverandi utanríkisráðherra og Dmytro Kuleba, þáverandi utanríkisráðherra Úkraínu, undir sameiginlega yfirlýsingu sem fól í sér stofnun sérstaks dómstóls sem tryggði ábyrgðarskyldu vegna árásarglæpa. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna hafa enn og aftur siglt í strand en á síðasta viðræðufundi, sem fór fram í Istanbúl, lögðu rússneskir erindrekar fram kröfur sem Úkraínumenn höfðu áður sagt óásættanlegar og fela í sér uppgjöf gagnvart Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. 25. júní 2025 19:16
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent