Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 13:46 Mads Mikkelsen (t.h.) var með meme af JD Vance (t.v.) í símanum sínum þegar starfsmenn landamæraeftirlitsins stöðvuðu hann. Mynd af viðarpípu hafi þó verið það sem kom Mads í koll. Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum. Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum.
Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira