Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ákvað að bæta í framlag Íslands til UNRWA. Vísir/Anton Brink Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent