Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ákvað að bæta í framlag Íslands til UNRWA. Vísir/Anton Brink Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51