Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 10:03 Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmethafi í bakgarðshlaupum. Vísir/Sigurjón Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira