Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 11:53 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. vísir/vilhelm Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“ Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“
Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira