Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2025 14:06 Nú má skíra íslensk börn í höfuðið á Milo Yiannopoulos, Link, Kareem Abdul-Jabbar, Roberto Baggio og Anoru Mikheeva. Getty Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins. Mannanöfn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tólf beiðnir voru teknar fyrir og voru ellefu þeirra samþykktar á fundi nefndarinnar. Millinafninu Hó var hafnað á þeirri forsendu að nafn sem er leitt af upphrópun, samanber hó, hæ, hí, ha og jæja, getur orðið nafnbera til ama. Nöfnin ellefu sem voru samþykkt eru Anóra (kvk), Link (kk), Eugenía (kvk), Sesselíus (kk), Vava (kvk), Baggio (kk), Star (kvk), Kareem (kk), Míló (kk), Celina (kvk) og Bíi (kk). Öll nöfnin taka íslenska eignarfallsendingu en tvö þeirra eru hins vegar ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, Baggio og Celina, vegna -io-endingar og notkunar á c-i. Mannanafnanefnd samþykkti Baggio af því það er ítalskt tökunafn og io-rithátturinn gjaldgengur í ítölsku og var Celina samþykkt þar sem ritháttur þess er gjaldgengur víða um heim. Skýjakrókur, guðdómlegt tagl og tölvuleikapersóna Nokkur nafnanna vekja sérstaklega athygli. Þar má nefna nafnið Kareem sem er af arabískum uppruna en körfuboltamaðurinn Kareem-Abdul Jabbar er sennilega þekktasti nafnberi þess. Hann spilaði fyrir Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann hét upprunalega Lew Alcindor en tók Kareem-nafnið þegar hann tók íslamstrú. Þeir sem kannast við Baggio-nafnið hugsa án efa allir til ítalska fótboltamannsins Roberto Baggio sem var kallaður Guðdómlega taglið (Il Divin Codino) og lék við góðan orðstír hjá Inter, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia. Nafnið Link merkir auðvitað hlekkur á ensku en tölvuleikjaspilarar kannast jafnframt við það úr tölvuleikjaseríunni Zeldu þar sem spilarar stýra ljóshærðu hetjunni Link sem þarf yfirleitt að bjarga prinsessuni Zeldu. Loks má nefna kvenmannsnafnið Anóru sem er aldagamalt en komst sérstaklega í umræðuna á síðustu mánuðum þegar gamanmyndin Anora vann til fjölda verðlauna, þar á meðal Óskarsverðlauna. Lesa má nánar um úrskurði Mannanafnanefndar á vef Stjórnarráðsins.
Mannanöfn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira