Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:30 „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun