„Mér finnst þetta vera brandari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 11:02 Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum á móti Benfica í nótt. Getty/Qian Jun Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-1 sigur á Benfica í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Ástæðan var tveggja klukkutíma töf undir lok leiksins. Maresca efaðist um að Bandaríkin geti haldið mót eins og heimsmeistarakeppni félagsliða en þetta var sjöundi leikurinn á mótinu þar sem þurfti að gera hlé á leik vegna veðurs. Chelsea var 1-0 yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir en þá voru allir kallaðir af velli. Leikurinn hófst ekki á ný fyrr en eftir tvo klukkutíma og Benfica endaði með að tryggja sér framlengingu. Chelsea var þá orðið manni fleiri og vann á endanum 4-1. Þegar leikurinn hófst loksins á ný var stór hluti áhorfendanna farinn heim. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) „Við fengum engin færi á okkur og bjuggum til nógu mörg færi til vinna leikinn,“ sagði Enzo Maresca um leikinn sem var að renna út þegar þrumuveðrið kom of nálægt. „Eftir þetta hlé þá breyttist leikurinn algjörlega. Mitt persónulega mat er að þetta sé ekki fótbolti“ sagði Maresca. „Þegar það eru komnir sjö, átta eða níu leikir sem hafa verið stöðvaðir vegna veðurs. Mér finnst þetta vera brandari ef ég segi alveg eins og er. Þetta er ekki fótbolti. Þetta er ekki fyrir okkur. Þú getur ekki beðið inni svona lengi,“ sagði Maresca. „Þetta er eitthvað algjörlega nýtt sem ég á erfitt með að skilja. Ég skil að leikurinn sé stöðvaður öryggisins vegna. Þegar þú ert hins vegar farinn að stöðva sjö eða átta leiki vegna veðurs þá er þetta líklega ekki rétti staðurinn fyrir keppni sem þessa,“ sagði Maresca. Þetta er líka upphitun fyrir næsta sumar þegar heimsmeistarakeppni landsliða fer af stórum hluta fram í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Pulse Sports Nigeria (@pulsesportsnigeria) HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Maresca efaðist um að Bandaríkin geti haldið mót eins og heimsmeistarakeppni félagsliða en þetta var sjöundi leikurinn á mótinu þar sem þurfti að gera hlé á leik vegna veðurs. Chelsea var 1-0 yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir en þá voru allir kallaðir af velli. Leikurinn hófst ekki á ný fyrr en eftir tvo klukkutíma og Benfica endaði með að tryggja sér framlengingu. Chelsea var þá orðið manni fleiri og vann á endanum 4-1. Þegar leikurinn hófst loksins á ný var stór hluti áhorfendanna farinn heim. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) „Við fengum engin færi á okkur og bjuggum til nógu mörg færi til vinna leikinn,“ sagði Enzo Maresca um leikinn sem var að renna út þegar þrumuveðrið kom of nálægt. „Eftir þetta hlé þá breyttist leikurinn algjörlega. Mitt persónulega mat er að þetta sé ekki fótbolti“ sagði Maresca. „Þegar það eru komnir sjö, átta eða níu leikir sem hafa verið stöðvaðir vegna veðurs. Mér finnst þetta vera brandari ef ég segi alveg eins og er. Þetta er ekki fótbolti. Þetta er ekki fyrir okkur. Þú getur ekki beðið inni svona lengi,“ sagði Maresca. „Þetta er eitthvað algjörlega nýtt sem ég á erfitt með að skilja. Ég skil að leikurinn sé stöðvaður öryggisins vegna. Þegar þú ert hins vegar farinn að stöðva sjö eða átta leiki vegna veðurs þá er þetta líklega ekki rétti staðurinn fyrir keppni sem þessa,“ sagði Maresca. Þetta er líka upphitun fyrir næsta sumar þegar heimsmeistarakeppni landsliða fer af stórum hluta fram í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Pulse Sports Nigeria (@pulsesportsnigeria)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira