Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 13:25 Alan Brady hjá írsku lögreglunni og Eiríkur Valberg unnu að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira