Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar 30. júní 2025 09:00 Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það snarkaði í heitum kolunum undir hvissandi hrossalundinni sem mér hafði áskotnast þrátt fyrir auknar vinsældir og dýrtíð. á þeirri stundu varð mér hugsað til orða Þorgeirs Ljósvetningagoða í snilldar ræðu sinni á Alþingi árið 1000 ".. og við munum áfram borða hrossakjöt.." Í nýlegri grein um leiðsögn og leiðsögunám sem aðjúnkt við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, Guðmundur Björnsson sendi inn í skoðanadálk á Vísi.is fer hann mikinn í andúð sinni á erlendum leiðsögumönnum og vænir þá alla um fáfræði og fagleysi. Mér þótti þessi grein með ólíkindum og stór furðuleg frá þeim sem á að teljast einna fremstur í fagmennsku og vönduðum vinnubrögðum innan ferðaþjónustu. Hún sýndi andúð á útlendingum en einnig alvarlega vankunnáttu um íslenskt samfélag ofan á hroka í garð þeirra erlendu leiðsögumanna sem valið hafa að starfa hér á Íslandi og bjargað okkur frá mönnunarvanda innan greinarinnnar. Fúsk ofurfræðinganna Guðmundur tekur fyrir í grein sinni sögu af erlendum leiðsögumanni sem varð það á að spyrja Íslenskan sprenglærðan leiðsögumann eðlilegrar og góðrar spurningar um hrossakjötsát Íslendinga. í stað þess að svara af heiðarleika og gera það sem okkur leiðsögumönnum ber, að leita sannleika í hverju máli og fræða sem best, var gripið til hneykslunnar og Guðmundur notar þetta sem dæmi um fúskara innan leiðsagnar. Því miður er fúskið á hans hlið. Guðmundur og hinn sprenglærði hefðu þannig í stað þess að ljúga til um þá fegruðu sögu að við nýtum hesta einvörðungu til gamans, getað sagt viðkomandi leiðsögumanni söguna af Þorgeiri Ljósvettningagoða og þannig slegið tvær flugur í einu höggi og frætt hann um kristnitökuna í leiðinni. Þeir ofurfræðingar hefðu líka getað sagt viðkomandi erlendum fáfærðingi að vegna íhlutunar kirkjunar sem taldi hrossakjötsát tengd helgum siðum og blóti þá vildi kirkjan leggja af slíkt át og banna það. Þeir félagar hefðu líka getað leitað sér upplýsinga rétt eins og alvöru akademikar gera og fengið þær upplýsingar að árið 2024 fluttu Íslendingar út 330 tonn af hrossakjöti, en það er töluvert minna en flutt var út fyrir Covid. Þeir hefðu líka getað fjallað um þann siðfræðilega hluta að vegna blóðmerahalds er aukið magn af folaldakjöti á boðstólum þar sem folöldin eru ekki hugsuð til faglegrar ræktunar á eðalhrossum. Allt þetta hefði verið hægt að upplýsa hinn fúskandi leiðsögumann um þegar hann gerðist svo djarfur að spyrja einfaldrar spurningar en í stað þess drógu menn fram hroka og hleypidóma og ég vil segja andúð á þeim útlendingum sem okkur sárvantar til starfa og við viljum að séu sem fróðastir. Fúsk eða fagmennska Ég sem fúskari innan leiðsagnar hafði jafnvel hugsað mér að taka mig nú til, sjálfum mér til skemmtunar, og ljúka því námi sem ég hóf í EHÍ 2008. Þegar ég hinsvegar sé svona grein frá aðjúnkt við EHÍ þá er ég aldeilis óviss um að ég vilji klára námið þar enda er ég gjarn á að spyrja um það sem ég ekki veit og hef fyrir reglu sem ég segi gestum mínum, að engin spurning er heimsk spurning því ef maður ekki spyr þá lærir maður ekkert. Ég mun því að minnsta kosti í bili halda mig við það að fúskast við að svara þeim spurningum sem ég get, horfa opnum augum á alla einstaklinga, njóta þess að vinna með þeim margfróðu erlendu leiðsögumönnum sem ég hef lært ýmislegt af og safna áfram fimm stjörnu ummsögnum frá ferðamönnum með þá þekkingu sem ég hef viðað að mér sjálfur. Það er von mín að framtíð menntunar og endurmenntunar í leiðsögn verði í höndum víðsýnni manna en þeirra sem nú virðast fremstir í flokki náms og fara stórum í kröfu um lögverndun starfsheitisins. Það er þörf á fagmennsku jafnt sem fjölbreyttni en henni verður ekki náð fram með hroka og hleypidómum. Höfundur er leiðsögufúskari og ljósmyndari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun