Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 12:28 Blævængurinn kom í góðar þarfir í Retiro-garðinum í miðborg Madridar á Spáni í hitanum þar í gær. AP/Paul White Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira