Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2025 15:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun