Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 17:32 Natalia Kuikka fylgist íbyggin með blaðamanni bera fram spurningu á fjölmiðlafundi Finna í Thun í dag. vísir/Anton Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira
Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Sjá meira