Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 17:32 Natalia Kuikka fylgist íbyggin með blaðamanni bera fram spurningu á fjölmiðlafundi Finna í Thun í dag. vísir/Anton Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira