Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 12:01 Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur í íslenska liðinu ætla sér langt á EM og því gæti fylgt góður fjárhagslegur bónus. vísir/Anton EM kvenna í fótbolta hefst í dag þegar Ísland mætir Finnlandi klukkan 16 að íslenskum tíma. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tryggir nú í fyrsta sinn að allir leikmenn á mótinu fái hluta af verðlaunafénu sem í boði er. Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra.
Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15