Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 14:31 Sveindís Jane horfir svekkt á eftir Finnlandi fagna marki. vísir / anton brink Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. Leikurinn gegn Finnlandi var gríðarmikilvægur, og tapið því sérlega sárt, fyrir stelpurnar okkar sem eru með yfirlýst markmið um að komast upp úr riðlinum. Finnland er slakasta liðið í riðlinum ef marka má styrkleikalista og því var sigur í dag, eitt stig allavega, nánast nauðsyn. Svekkelsið var sjáanlegt í íslensku stúkunni.vísir / anton brink Vonin er þó auðvitað ekki úti enn. Minnst fjögur stig mun þurfa til að komast upp úr riðlinum og Ísland á tvo leiki eftir gegn Sviss og Noregi, sem mætast innbyrðis í kvöld. Sex stig því eftir í pottinum og allt opið ennþá, ef betur gengur í næstu leikjum. Finnar við völd í fyrri hálfleik Finnland stýrði ferðinni í fyrri hálfleik. Ísland var í vandræðum með að spila boltanum og liðið virkaði oft mjög órólegt á eigin vallarhelmingi. Oftar en ekki var leitað í langan bolta fram, sem bar ekki árangur. Finnarnir hins vegar sýndu mikla yfirvegun, spiluðu vel sín á milli og sköpuðu fjölmörg færi. Katariina Kosola á vinstri vængnum var þeirra hættulegasti leikmaður og átti bestu tilraun Finnlands í fyrri hálfleik, en líkt og í öðrum skotum sem rötuðu á markið varði Cecilía Rán vel. Hættulegasta færi Íslands kom þegar Karólína Lea komst loksins almennilega á boltann undir lok seinni hálfleiks. Hún stakk boltanum inn fyrir á Sveindísi sem sendi fyrir markið, en varnarmaður komst fyrir skot Söndru Maríu. Glódís harkaði magakveisu af sér fram að hálfleik Skelfing greip um sig hjá aðdáendum Íslands, tvívegis, í fyrri hálfleik. Glódís Perla hefur verið að glíma við mikil meiðsli síðustu mánuði og settist í grasið eftir stundarfjórðung, síðan aftur eftir hálftíma leik. Glódís kláraði fyrri hálfleik en gat ekki haldið lengur áfram. Glódís settist tvisvar í grasið. Hlutirnir voru farnir að líta ansi illa út en fyrirliðinn harkaði af sér og hélt íslenska markinu hreinu fram að hálfleik. Hún gat hins vegar ekki haldið lengur áfram og var tekin af velli fyrir Sædísi Rún áður en seinni hálfleikur hófst. Staðfest hefur verið að hnémeiðslin voru ekki að angra Glódísi í leiknum, hún var með magakveisu. Ísland manni færri Stelpurnar okkar mættu ágætlega út í seinni hálfleikinn, þrátt fyrir meiðsli Glódísar, en þurftu að spila síðasta hálftímann með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum af illskiljanlegum ástæðum. Hildur Antonsdóttir fékk sitt seinna gula spjald fyrir að mæta með skósólann á undan sér og stíga fætinum fast niður á leikmann Finnlands. Hún hafði fengið fyrra gula spjaldið skömmu áður fyrir að vera of sein í tæklingu á miðsvæðinu. Mikil óreiða myndaðist í sjónvarpsútsendingu leiksins, vegna þess að spjaldið fór svo skyndilega á loft, en í endursýningu má sjá að spjaldið var réttmætt. Hér má sjá rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttur fékk. „Það veit hreinlega enginn hvað er að gerast,“ segir Einar Örn pic.twitter.com/hZNk3Rk2YS— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025 Marki undir og manni færri Ísland hélt út í tæpan stundarfjórðung manni færri og tókst meira að segja að skapa fínt færi á þeim tíma. Finnskt mark lá hins vegar í loftinu. Katariina Kosola komst ítrekað inn á völlinn af vinstri vængnum og þegar skotið small loks hjá henni söng boltinn í netinu. Cecilía var búin að verja vel í nokkur skipti, en náði ekki að teygja sig í þetta skot. Nei! Finnar komast yfir gegn Íslandi. Koma svo! 🇮🇸 pic.twitter.com/IEgy8YODaH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025 Sveindís fór illa með færi til að jafna Þar til yfir lauk sýndi Ísland betri sóknarleik, þrátt fyrir að vera manni færri spilaði liðið mun betur en það hafði þangað til. Sveindís Jane fékk frábært færi, loksins þegar langur bolti fram virkaði hjá íslenska liðinu, en flýtti sér um of og skaut langt framhjá. Finnum tókst síðan að hægja vel á leiknum undir lokin og síðustu mínúturnar runnu sitt skeið hættulaust. Þorsteinn þjálfari gerði breytingar eftir að Ísland varð manni færri, sem virkuðu vel en ekki nógu. Næstu leikir Sviss og Noregur eru næstu andstæðingar Íslands en þær þjóðir mætast innbyrðis síðar í kvöld. Ísland mætir Sviss næsta sunnudag klukkan sjö og mætir síðan Noregi á fimmtudaginn í næstu viku. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss
Ísland mátti þola 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar okkar þurftu að spila seinni hálfleikinn án fyrirliðans og síðasta hálftímann manni færri. Katariina Kosola skoraði eina mark leiksins eftir að hafa ógnað ítrekað. Finnland var frá upphafi betri aðilinn og þorði að spila boltanum milli manna, annað en stelpurnar okkar sem leituðu yfirleitt alltaf hátt og langt. Leikurinn gegn Finnlandi var gríðarmikilvægur, og tapið því sérlega sárt, fyrir stelpurnar okkar sem eru með yfirlýst markmið um að komast upp úr riðlinum. Finnland er slakasta liðið í riðlinum ef marka má styrkleikalista og því var sigur í dag, eitt stig allavega, nánast nauðsyn. Svekkelsið var sjáanlegt í íslensku stúkunni.vísir / anton brink Vonin er þó auðvitað ekki úti enn. Minnst fjögur stig mun þurfa til að komast upp úr riðlinum og Ísland á tvo leiki eftir gegn Sviss og Noregi, sem mætast innbyrðis í kvöld. Sex stig því eftir í pottinum og allt opið ennþá, ef betur gengur í næstu leikjum. Finnar við völd í fyrri hálfleik Finnland stýrði ferðinni í fyrri hálfleik. Ísland var í vandræðum með að spila boltanum og liðið virkaði oft mjög órólegt á eigin vallarhelmingi. Oftar en ekki var leitað í langan bolta fram, sem bar ekki árangur. Finnarnir hins vegar sýndu mikla yfirvegun, spiluðu vel sín á milli og sköpuðu fjölmörg færi. Katariina Kosola á vinstri vængnum var þeirra hættulegasti leikmaður og átti bestu tilraun Finnlands í fyrri hálfleik, en líkt og í öðrum skotum sem rötuðu á markið varði Cecilía Rán vel. Hættulegasta færi Íslands kom þegar Karólína Lea komst loksins almennilega á boltann undir lok seinni hálfleiks. Hún stakk boltanum inn fyrir á Sveindísi sem sendi fyrir markið, en varnarmaður komst fyrir skot Söndru Maríu. Glódís harkaði magakveisu af sér fram að hálfleik Skelfing greip um sig hjá aðdáendum Íslands, tvívegis, í fyrri hálfleik. Glódís Perla hefur verið að glíma við mikil meiðsli síðustu mánuði og settist í grasið eftir stundarfjórðung, síðan aftur eftir hálftíma leik. Glódís kláraði fyrri hálfleik en gat ekki haldið lengur áfram. Glódís settist tvisvar í grasið. Hlutirnir voru farnir að líta ansi illa út en fyrirliðinn harkaði af sér og hélt íslenska markinu hreinu fram að hálfleik. Hún gat hins vegar ekki haldið lengur áfram og var tekin af velli fyrir Sædísi Rún áður en seinni hálfleikur hófst. Staðfest hefur verið að hnémeiðslin voru ekki að angra Glódísi í leiknum, hún var með magakveisu. Ísland manni færri Stelpurnar okkar mættu ágætlega út í seinni hálfleikinn, þrátt fyrir meiðsli Glódísar, en þurftu að spila síðasta hálftímann með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum af illskiljanlegum ástæðum. Hildur Antonsdóttir fékk sitt seinna gula spjald fyrir að mæta með skósólann á undan sér og stíga fætinum fast niður á leikmann Finnlands. Hún hafði fengið fyrra gula spjaldið skömmu áður fyrir að vera of sein í tæklingu á miðsvæðinu. Mikil óreiða myndaðist í sjónvarpsútsendingu leiksins, vegna þess að spjaldið fór svo skyndilega á loft, en í endursýningu má sjá að spjaldið var réttmætt. Hér má sjá rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttur fékk. „Það veit hreinlega enginn hvað er að gerast,“ segir Einar Örn pic.twitter.com/hZNk3Rk2YS— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025 Marki undir og manni færri Ísland hélt út í tæpan stundarfjórðung manni færri og tókst meira að segja að skapa fínt færi á þeim tíma. Finnskt mark lá hins vegar í loftinu. Katariina Kosola komst ítrekað inn á völlinn af vinstri vængnum og þegar skotið small loks hjá henni söng boltinn í netinu. Cecilía var búin að verja vel í nokkur skipti, en náði ekki að teygja sig í þetta skot. Nei! Finnar komast yfir gegn Íslandi. Koma svo! 🇮🇸 pic.twitter.com/IEgy8YODaH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025 Sveindís fór illa með færi til að jafna Þar til yfir lauk sýndi Ísland betri sóknarleik, þrátt fyrir að vera manni færri spilaði liðið mun betur en það hafði þangað til. Sveindís Jane fékk frábært færi, loksins þegar langur bolti fram virkaði hjá íslenska liðinu, en flýtti sér um of og skaut langt framhjá. Finnum tókst síðan að hægja vel á leiknum undir lokin og síðustu mínúturnar runnu sitt skeið hættulaust. Þorsteinn þjálfari gerði breytingar eftir að Ísland varð manni færri, sem virkuðu vel en ekki nógu. Næstu leikir Sviss og Noregur eru næstu andstæðingar Íslands en þær þjóðir mætast innbyrðis síðar í kvöld. Ísland mætir Sviss næsta sunnudag klukkan sjö og mætir síðan Noregi á fimmtudaginn í næstu viku.