Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:13 Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar með fjölskylduna eftir fjögur ár á Íslandi. Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum. Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Elísabet og Gunnar bjuggu erlendis í um þrettán ár og hafa flutt landanna á milli áður en þau fluttu til Íslands árið 2021, þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum tveggja til sextán ára. Eldri börnin eru fædd á meginlandinu en sú yngsta hér á landi. „Ástæðan fyrir flutningunum núna er einföld. Við erum einfaldlega að sækja í hægari takt á meðan börnin eru enn lítil,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. Elísabet og Gunnar fluttu ung að aldri erlendis og höfðu því ekki áður upplifað það að vera fullorðið fólk með börn búsett hér heima á Íslandi. Elísabet segir síðastliðin fjögur ár hafa einkennst af framkvæmdum og hröðum hversdagsleika og frá því að þau fluttu heim hafi það blundað í henni að fara aftur út einhvern daginn. „Við höfum fengið að upplifa hvernig hlutirnir ganga úti á meginlandinu og ákveðið að breyta til. Ég get unnið áfram hvar sem er með tölvuna í fanginu, en þráum einfaldlega meiri ró, hægari daga og fleiri sunnudaga þar sem við hjólum út með börnunum í stað þess að vera í þremur barnaafmælum á dag,“ segir hún og hlær. Dreymir um að búa á tveimur stöðum Hjónin eru mjög samstíga í ákvörðuninni, og Elísabet segir börnin taka vel í flutningana. Gunnar Steinn mun áfram sinna starfi sínu hjá Sjöstrand, þar sem hann situr einnig í stjórn félagsins en hjónin eru bæði í eigendahópi félagsins hér á landi og í Svíþjóð. Spurð hversu lengi þau ætli að vera úti segir Elísabet að þau ætli að byrja á því að vera í eitt til tvö ár. „Það fer allt eftir því hvernig öllum líður. Þetta snýst ekki um að flýja Ísland, heldur frekar um að finna jafnvægið á ný. Ef þetta gengur ekki þá komum við bara aftur heim,“ segir Elísabet og bætir við: „Draumurinn væri að geta verið 50/50 bæði hér og úti en það gengur kannski ekki alveg upp þegar kemur að skólagöngu barna. Kannski í framtíðinni.“ Mikilvægi hringrásarinnar Í tilefni flutninganna mun Elísabet standa fyrir markaði í verslun Sjöstrand við Borgartún á morgun. Þar mun hún selja fatnað og ýmislegt annað og bjóða gestum upp á lífrænt kaffi. „Við ætlum ekki að flytja allt með okkur, aðeins persónulega hluti. Ég er að minnka fataskápinn og hef selt mikið af fötunum mínum,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að hún fylgi þeirri reglu að selja eitthvað áður en hún kaupir nýtt. „Framtíðin er í hringrásinni – líka í tískunni,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira