Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. júlí 2025 13:02 Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Málfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðisins og lykilforsenda virkrar samfélagsumræðu. Þessa dagana velta mörg fyrir sér, að gefnu tilefni, hvenær réttlætanlegt sé að takmarka málsfrelsi innan sjálfra stofnana lýðræðisins. Málfrelsi sem mannréttindi Rétturinn til tjáningar nýtur verndar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, þar á meðal 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Málfrelsi felur í sér rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar, veita upplýsingar og taka þátt í opinberri umræðu án ótta við refsingu eða afskipti stjórnvalda. Þannig er það einnig gegnumgangandi viðmið í lýðræðisríkjum að tjáningarfrelsi sé grundvallarréttindi en jafnframt viðurkennt að það megi takmarka það við ákveðnar aðstæður. Takmarkanir í þágu lýðræðisins Þótt málfrelsi sé mikilvægt, er það ekki algert. Samkvæmt alþjóðlegum réttarheimildum, svo sem þeim sem að ofan greinir, má setja því takmarkanir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum: þær þurfa að vera lögbundnar, þjóna lögmætu markmiði, og vera nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi. Markmiðin geta meðal annars falist í að vernda þjóðaröryggi, almannaheill, siðgæði eða réttindi annarra, en einnig að tryggja skilvirka og málefnalega starfsemi lýðræðislegra stofnana. Þetta á meðal annars við um starfsemi þjóðþinga. Þar getur verið nauðsynlegt að setja reglur um fundarsköp og ræðutíma, til að tryggja að umræðan sé markviss, virðing sé borin fyrir tíma annarra þingmanna og að öllum sjónarmiðum sé gefið sanngjarnt rými. Skipulag ræðutíma er ekki brot á málfrelsi Þegar sett eru ákvæði um hversu oft þingmenn mega taka til máls, eða hve langan tíma þeir hafa til umráða, er því ekki um að ræða skerðingu á kjarnanum í tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru til þess fallnar að styðja við uppbyggilega umræðu og tryggja jafnræði innan þingsins og þar með einnig treysta undirstöður lýðræðisins sjálfs. Þetta er mikilvægt sjónarhorn, því stundum er því haldið fram að slíkar reglur feli í sér þöggun eða einhverja skerðingu á málfrelsinu. Því er í raun öfugt farið: Reglur um ræðutíma, málsmeðferð og umræður innan þings eru hluti af nauðsynlegum verkfærum til að verja lýðræðislega umræðu gegn stjórnleysi, málþófi eða misnotkun á ræðufrelsi. Lög um þingsköp Alþingis Fundarsköp Alþingis hafa verið lögfest með þingskaparlögum. Þau innihalda reglur um störf Alþingis og má þar m.a. finna reglur um hegðun í þingsal, ávörp þingmanna og reglur um lengd ræðutíma og hversu margar ræður má halda. Með lögum um þingsköp er þingmönnum m.ö.o. settar ákveðnar skorður, í þágu lýðræðis, og hafa lögin ekki talist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi. Í 2. mgr. 71. gr. laganna segir að forseti Alþingis geti stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig lagt til, að umræðum um mál skuli lokið. Skulu slíkar tillögur forseta án umræðu bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Birtingarmynd virks og ábyrgs lýðræðis Málfrelsi er forsenda virkrar og opinnar samfélagsumræðu. En rétt eins og frelsi einstaklingsins til athafna getur verið takmarkað til að tryggja frelsi annarra, getur tjáningarfrelsi sætt eðlilegum skorðum í þágu samræðu, jafnræðis og lýðræðislegrar virkni. Innan þjóðþinga eru reglur um fjölda og lengd ræða þingmanna hluti af heilbrigðum stjórnskipulegum ramma en ekki brot á tjáningarfrelsinu. Slíkar reglur eru þvert á móti birtingarmynd virks og ábyrgðs lýðræðis. Þetta tel ég að Alþingi Íslendinga og fundarstjórinn, sjálfur forseti Alþingis ættu að hafa í huga. Höfundur er lögmaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun