Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 17:13 Til hægri er langafabarn Trampe greifa, Adam Christopher Trampe, en hann mætti með syni sínum Peter Adam Frederik Trampe. Trampe og Jón Sigurðsson eru í forgrunni á Þjóðfundarmálverkinu í forsal Alþingishússins Alþingi Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum. Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum.
Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira