Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 07:48 Arnar Pétursson steig ekki feilspor á Akureyri. FRÍ Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Arnar hljóp hálfmaraþonið á 1:09,33 klukkustund og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Degi áður hafði hann komið fyrstur í mark á Íslandsmótinu í tíu kílómetra götuhlaupi, en var dæmdur úr leik fyrir að stíga þrjú skref á gras utan brautarinnar. Stefáni Pálssyni var þá dæmdur Íslandsmeistaratitillinn. Sjá einnig: Stefán vann í stað Arnars Arnar var mjög ósáttur og fór mikinn þegar hann sagði sögu sína á Instagram eftir hlaupið í fyrradag. Hann gagnrýndi skort á girðingum og vandaði skipuleggjendum Ármannshlaupsins ekki kveðjurnar, sagði félagið „eiginlega ekki kunna að halda hlaup.“ Ármenningar svöruðu gagnrýni Arnars í gærkvöldi. Þar segir að reyndur hlaupari ætti að vita að hlaupið færi fram á göngustíg. Skipuleggjendum bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar hafi þannig þekkt reglurnar, en stigið út af brautinni. Arnar hélt áfram að skjóta skotum á Ármenninga í sögu sinni á Instagram eftir hálfmaraþonið á Akureyri í gær og sýndi annars vegar dæmi um hvernig á að girða brautir af og hins vegar dæmi um aðra hlaupara sem hafa stigið utanbrautar þegar slík girðing er ekki til staðar. „Hefur engin áhrif og allir halda áfram“ skrifaði Arnar á Instagram. Arnar sýndi dæmi þar sem aðrir hlauparar stigu utan brautar. skjáskot / @arnarpeturs Svívirðilegt segir systirin Systir Arnars, varaþingmaðurinn Jóna Þórey Pétursdóttur úr Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna, kom bróður sínum síðan til varnar seint í gærkvöldi. Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið og segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Svívirðilegt sé að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti