Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun