Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2025 22:00 Guðný Árnadóttir er ansi fljót en engin slær Sveindísi þó við í þeim efnum. Getty/Florencia Tan Jun „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. Knattspyrnusamband Evrópu birti á samfélagsmiðlum sínum myndband frá EM þar sem leikmenn Íslands áttu að svara því hvaða eiginleika þeir vildu helst frá öðrum leikmanni í liðinu. Svörin voru öll á einn veg, þær vildu hraða Sveindísar. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s EURO 2025 (@weuro2025) Eru þær þá ekki allar svolítið öfundsjúkar? „Ég held að þær séu kannski ekki öfundsjúkar. Það eru margar sem eru hraðar líka en það er bara gaman að heyra að þetta sé eitthvað sem fólk vill hafa. Það er margt sem ég myndi líka vilja taka frá þeim. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sveindís létt í bragði, fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Klippa: Sveindís vill nýta hraðann sinn Sveindís segir að því fari fjarri að hún geti spólað í burtu frá hvaða leikmanni sem er: „Alveg hundrað prósent. Það eru margar franskar sem eru mjög hraðar. En það er gott að geta nýtt þetta vel þegar það er hægt. Mér finnst þetta auðvitað mjög gott.“ „Nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í“ Nú er bara spurning hvort hægt verði að nýta hraðann betur gegn Sviss á sunnudaginn, eftir 1-0 tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik. Hvernig er best að gera það? „Góð spurning. Ef það er mikið svæði fyrir aftan varnirnar þá vil ég auðvitað bara hlaupa í það og fá boltann í gegn. Við höfum líka verið duglegar í að finna réttu tímapunktana, þurfum kannski að vera betri í því, en ef að svæðið gefst er það auðvitað geggjað fyrir mig. Ég nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu birti á samfélagsmiðlum sínum myndband frá EM þar sem leikmenn Íslands áttu að svara því hvaða eiginleika þeir vildu helst frá öðrum leikmanni í liðinu. Svörin voru öll á einn veg, þær vildu hraða Sveindísar. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s EURO 2025 (@weuro2025) Eru þær þá ekki allar svolítið öfundsjúkar? „Ég held að þær séu kannski ekki öfundsjúkar. Það eru margar sem eru hraðar líka en það er bara gaman að heyra að þetta sé eitthvað sem fólk vill hafa. Það er margt sem ég myndi líka vilja taka frá þeim. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sveindís létt í bragði, fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Klippa: Sveindís vill nýta hraðann sinn Sveindís segir að því fari fjarri að hún geti spólað í burtu frá hvaða leikmanni sem er: „Alveg hundrað prósent. Það eru margar franskar sem eru mjög hraðar. En það er gott að geta nýtt þetta vel þegar það er hægt. Mér finnst þetta auðvitað mjög gott.“ „Nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í“ Nú er bara spurning hvort hægt verði að nýta hraðann betur gegn Sviss á sunnudaginn, eftir 1-0 tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik. Hvernig er best að gera það? „Góð spurning. Ef það er mikið svæði fyrir aftan varnirnar þá vil ég auðvitað bara hlaupa í það og fá boltann í gegn. Við höfum líka verið duglegar í að finna réttu tímapunktana, þurfum kannski að vera betri í því, en ef að svæðið gefst er það auðvitað geggjað fyrir mig. Ég nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira