Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2025 18:02 Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan. Nú er þessi langþráði draumur orðinn að veruleika, frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta á þingi og hægt að hefjast handa um framkvæmdina, auglýsa eftir óperustjóra og koma starfseminni fyrir í Hörpu þar sem þessa nýja framtaks er beðið. Eins og fram hefur komið mun Óperan starfa sem hluti af Þjóðleikhúsinu og njóta þannig samlegðar við stærstu sviðslistastofnun þjóðarinnar, m.a. með samnýtingu stoðdeilda. Hún mun engu að síður hafa fullt listrænt sjálfstæði. Heimili og aðsetur Óperunnar verður í okkar einstaka tónlistarhúsi Hörpu og sýnt verður í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Margar nefndir hafa starfað ötullega á síðustu árum við undirbúning þessa máls. Síðasta nefndin, sem Lilja Þ. Alfreðsdóttir, fyrrv. menningarráðherra, skipaði lauk störfum sl. áramót eftir að hafa skilað fullbúnu frumvarpi um þjóðaróperu. Nefndin hafði mikið af upplýsingum til að vinna úr, en fyrri nefndir höfðu safnað fjölda gagna og átt viðtöl við fjöldamarga aðila. Sem formaður þessarar síðustu nefndar hef ég því fylgt þessu máli eftir síðastliðin tvö ár með mínum samnefndarkonum, Þóru Einarsdóttur og Þórunni Grétu Sigurðardóttur, og verkefnisstjóra, Finni Bjarnasyni, sem hefur starfað að þessu máli í ráðuneyti Lilju og síðar Loga Einarssonar menningarráðherra. Málið komst fyrir þing í fyrri ríkisstjórn en komst ekki upp úr nefnd og síðar sprakk sú stjórn. Ný ríkisstjórn tók málið föstum tökum og Logi Einarsson lagði málið fram á vorþingi með smávægilegum breytingum. Öllu þessu fólki ber að þakka fyrir mikilvægt framlag til þessa máls. Þingmenn úr öllum flokkum hafa stutt málið í gegnum tíðina, en sérstaklega ber að þakka ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir að koma frumvarpinu í gegnum þingið nú á mjög annasömum vormánuðum. Mest ber þó að þakka hinum stóra stóra hópi íslenskra atvinnusöngvara er hefur unnið að málinu, sumir hverjir búsettir úti í heimi. Listamenn úr öðrum greinum hafa einnig verið ötulir stuðningsmenn, enda verða til ný atvinnutækifæri fyrir leikstjóra, hönnuði, hljómsveitarstjóra, kórsöngvara osfrv. með hinni nýju Óperu. Þá hefur Bandalag íslenskra listamanna, auk Sviðslistaráðs, Klassís og annara fagfélaga listamanna, stutt vel við bakið á okkur sem unnum við að koma saman frumvarpinu og vinna því brautargengi á þingi. Stjórnendur Þjóðleikhúss og Hörpu, þau Halldór Guðmundsson, form. Þjóðleikhúsráðs, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hafa unnið dyggilega með okkur að útfærslu samstarfsins, enda mikilvægt að það takist vel og verði farsælt. Þá ber að þakka Íslensku óperunni sitt áratugalanga og ötula starf og stjórn, starfsmönnum og fráfarandi óperustjóra, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur fyrir þeirra framlag. Þótt Íslenska óperan hefði kosið önnur málalok þá hefur verið ómetanlegt að hafa aðgang að mikilvægum gögnum úr starfsemi hennar og sannarlega má segja að þetta frumvarp sé mótað og byggt á starfsemi Íslensku óperunnar. Einnig er byggt á óperustarfsemi á vegum Þjóðleikhússins á árum áður, á vegum Listahátíðar og síðast en ekki síst hinum kraftmikla hópi ungra söngvara sem hefur nú á síðustu misserum auðgað íslenska grasrót með fjölbreyttum og spennandi óperusýningum. Öll þessi mikilvæga starfsemi er grunnur að hinni nýju stofnun. Eins og svo oft áður hefur áratugalöng barátta listamanna og margra fleiri nú loksins skilað árangri. Samhugur og markviss vinna fjölda manns ásamt góðri samstöðu á þingi hefur siglt málinu í höfn og betri sumargjöf til íslensku þjóðarinnar er varla hægt að hugsa sér. Það eru sannarlega fjölbreytt og spennandi verkefni sem bíða hinnar nýju Óperu. Landsmenn fá nýja, nútímalega stofnun sem mun styrkja ímynd lands og þjóðar, veita fjölda manns atvinnu og gleðja áhorfendur og gesti um ókomna tíð. Til hamingju Íslendingar! Höfundur er formaður undirbúningsnefndar um þjóðaróperu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Í dag, 5.júlí, varð að lögum á Alþingi frumvarp um breytingu á sviðslistalögum nr. 165 þar sem fjallað er um stofnun Óperu. Málefni óperu á Íslandi hafa margoft verið til umfjöllunar á þingi í gegnum áratugina, allt frá því að Ragnhildur Helgadóttir lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að söngvaraflokkur yrði ráðinn við Þjóðleikhúsið fyrir nær 70 árum síðan. Nú er þessi langþráði draumur orðinn að veruleika, frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta á þingi og hægt að hefjast handa um framkvæmdina, auglýsa eftir óperustjóra og koma starfseminni fyrir í Hörpu þar sem þessa nýja framtaks er beðið. Eins og fram hefur komið mun Óperan starfa sem hluti af Þjóðleikhúsinu og njóta þannig samlegðar við stærstu sviðslistastofnun þjóðarinnar, m.a. með samnýtingu stoðdeilda. Hún mun engu að síður hafa fullt listrænt sjálfstæði. Heimili og aðsetur Óperunnar verður í okkar einstaka tónlistarhúsi Hörpu og sýnt verður í Hörpu, Þjóðleikhúsi, Hofi á Akureyri og víðar. Margar nefndir hafa starfað ötullega á síðustu árum við undirbúning þessa máls. Síðasta nefndin, sem Lilja Þ. Alfreðsdóttir, fyrrv. menningarráðherra, skipaði lauk störfum sl. áramót eftir að hafa skilað fullbúnu frumvarpi um þjóðaróperu. Nefndin hafði mikið af upplýsingum til að vinna úr, en fyrri nefndir höfðu safnað fjölda gagna og átt viðtöl við fjöldamarga aðila. Sem formaður þessarar síðustu nefndar hef ég því fylgt þessu máli eftir síðastliðin tvö ár með mínum samnefndarkonum, Þóru Einarsdóttur og Þórunni Grétu Sigurðardóttur, og verkefnisstjóra, Finni Bjarnasyni, sem hefur starfað að þessu máli í ráðuneyti Lilju og síðar Loga Einarssonar menningarráðherra. Málið komst fyrir þing í fyrri ríkisstjórn en komst ekki upp úr nefnd og síðar sprakk sú stjórn. Ný ríkisstjórn tók málið föstum tökum og Logi Einarsson lagði málið fram á vorþingi með smávægilegum breytingum. Öllu þessu fólki ber að þakka fyrir mikilvægt framlag til þessa máls. Þingmenn úr öllum flokkum hafa stutt málið í gegnum tíðina, en sérstaklega ber að þakka ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir að koma frumvarpinu í gegnum þingið nú á mjög annasömum vormánuðum. Mest ber þó að þakka hinum stóra stóra hópi íslenskra atvinnusöngvara er hefur unnið að málinu, sumir hverjir búsettir úti í heimi. Listamenn úr öðrum greinum hafa einnig verið ötulir stuðningsmenn, enda verða til ný atvinnutækifæri fyrir leikstjóra, hönnuði, hljómsveitarstjóra, kórsöngvara osfrv. með hinni nýju Óperu. Þá hefur Bandalag íslenskra listamanna, auk Sviðslistaráðs, Klassís og annara fagfélaga listamanna, stutt vel við bakið á okkur sem unnum við að koma saman frumvarpinu og vinna því brautargengi á þingi. Stjórnendur Þjóðleikhúss og Hörpu, þau Halldór Guðmundsson, form. Þjóðleikhúsráðs, Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, hafa unnið dyggilega með okkur að útfærslu samstarfsins, enda mikilvægt að það takist vel og verði farsælt. Þá ber að þakka Íslensku óperunni sitt áratugalanga og ötula starf og stjórn, starfsmönnum og fráfarandi óperustjóra, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur fyrir þeirra framlag. Þótt Íslenska óperan hefði kosið önnur málalok þá hefur verið ómetanlegt að hafa aðgang að mikilvægum gögnum úr starfsemi hennar og sannarlega má segja að þetta frumvarp sé mótað og byggt á starfsemi Íslensku óperunnar. Einnig er byggt á óperustarfsemi á vegum Þjóðleikhússins á árum áður, á vegum Listahátíðar og síðast en ekki síst hinum kraftmikla hópi ungra söngvara sem hefur nú á síðustu misserum auðgað íslenska grasrót með fjölbreyttum og spennandi óperusýningum. Öll þessi mikilvæga starfsemi er grunnur að hinni nýju stofnun. Eins og svo oft áður hefur áratugalöng barátta listamanna og margra fleiri nú loksins skilað árangri. Samhugur og markviss vinna fjölda manns ásamt góðri samstöðu á þingi hefur siglt málinu í höfn og betri sumargjöf til íslensku þjóðarinnar er varla hægt að hugsa sér. Það eru sannarlega fjölbreytt og spennandi verkefni sem bíða hinnar nýju Óperu. Landsmenn fá nýja, nútímalega stofnun sem mun styrkja ímynd lands og þjóðar, veita fjölda manns atvinnu og gleðja áhorfendur og gesti um ókomna tíð. Til hamingju Íslendingar! Höfundur er formaður undirbúningsnefndar um þjóðaróperu
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar