Erlent

Fjöru­tíu og þrír látnir og um­fangs­miklar leitarða­gerðir standa yfir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjölskylda sem var á tjaldsvæðinu Camp Waldemar sameinuð.
Fjölskylda sem var á tjaldsvæðinu Camp Waldemar sameinuð. AP

Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað.

Hamfaraúrkoma sem reið yfir í Texas í gær olli því að batnsborð árinnar Guadalupe hækkaði um átta metra á aðeins fjörutíu og fimm mínútum. Miklar skemmdir hafa orðið á vegum og símalínur hafa rofnað.

Tuttugu og sjö stelpna er enn saknað sem voru í kristnu sumarbúðunum Camp Mystic skammt frá árbakkanum, og eru margar þeirra yngri en tólf ára.

Um 850 manns hafa komið í leitirnar í björgunaraðgerðum sem staðið hafa yfir undanfarin sólarhring.

Mörg svæði sem fóru illa úr flóðunum eru tjaldsvæði nálægt árbakkanum, en þar höfðu fjölmargir verið með hjólhýsi eða í útilegu vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna fjórða júlí í vikunni.

Greg Abbott ríkisstjóri Texas hefur lýst yfir neyðarástandi, og sagði að viðbragðaðilar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna þá sem enn er saknað.

„Við hættum ekki fyrr en allir hafa fundist.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ríkisstjórn hans vinni náið með yfirvöldum í Texas og Kristi Noem heimavarnarráðherra fór til Texas í dag og hefur heitið aðstoð.

BBC.


Tengdar fréttir

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas

Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×