Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 13:20 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar. Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar.
Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent