Sport

Dag­skráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina

Siggeir Ævarsson skrifar
Stjörnumenn verða í eldlínunni í dag
Stjörnumenn verða í eldlínunni í dag Vísir/Pawel

Það er hitt og þetta um að vera í sportinu í dag en stórleikur dagsins á sportrásum Sýnar er án vafa leikur FH og Stjörnunnar.

Sýn Sport

FH tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild karla og hefst útsendingin klukkan 19:00. Bæði lið eru í ákafri leit að sigri, FH-ingar vilja slíta sig frá fallsætinu og Stjörnumenn klóra sig nær toppsvæðinu.

Eftir leik, klukkan 21:25, er svo komið að Stúkunni þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum helgarinnar.

Sýn Sport Viaplay

Dagurinn hefst klukkan 11:00 með snóker. Champions League Snooker og svo heldur mótið áfram klukkan 16:00. Það er hægt að liggja í sófanum í gulri viðvörun yfir snóker allan daginn ef manni sýnist svo!

Klukkan 22:30 er svo komið að hafnabolta þegar Rays og Tigers mætast í MLB deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×