„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Hinrik Wöhler skrifar 6. júlí 2025 18:53 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór tómhentur heim úr Laugardalnum. Vísir/Ernir Eyjólfsson Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. „Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira