Arion og Kvika í samrunaviðræður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 21:36 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku. vísir Stjórn Kviku banka hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Frá þessu greindi Kvika í kauphallartilkynningu um hálftíuleytið í kvöld. „Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka í væntum samruna.“ „Þannig munu hluthafar Kviku eignast 485.237.822 nýja hluti í sameinuðu félagi sem jafngildir 26% hlut. Gert er ráð fyrir sanngjarnri leiðréttingu skiptihlutfalla komi til úthlutunar af fjármunum félaganna til hluthafa fram til þess dags er samruninn tæki gildi.“ „Búist er við að viðræðurnar muni fara fram á næstu vikum og verður nánar upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans,“ segir í tilkynningu. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum í gær, og virðist Arion hafa boðið betur. Arion hefur einnig sent tilkynningu til Kauphallar þar sem sagt er frá samrunaviðræðunum. „Tækifærin sem felast í samruna félaganna eru fjölmörg, bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa. Gangi ferlið eftir verður til öflugur banki sem er einstaklega vel í stakk búinn að mæta fjölbreyttum fjármálaþörfum einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta,“ segir í tilkynningu Arion banka. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að stjórn Kviku hafi hafnað beiðni Íslandsbanka um samrunaviðræður. „Íslandsbanki hefur áður gefið út að bankinn hafi til skoðunar tækifæri til bæði innri og ytri vaxtar og mun bankinn áfram skoða hagkvæmustu leiðir til að nýta umfram eigið fé.“ „Það er mat stjórnar Íslandsbanka að það felist ýmis tækifæri til frekari samþættingar á fjármálamarkaði innanlands en einnig séu tækifæri til vaxtar erlendis. Bankinn mun áfram horfa til virðisaukningar fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa bankans,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Fréttin hefur verið uppfærð Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Frá þessu greindi Kvika í kauphallartilkynningu um hálftíuleytið í kvöld. „Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka í væntum samruna.“ „Þannig munu hluthafar Kviku eignast 485.237.822 nýja hluti í sameinuðu félagi sem jafngildir 26% hlut. Gert er ráð fyrir sanngjarnri leiðréttingu skiptihlutfalla komi til úthlutunar af fjármunum félaganna til hluthafa fram til þess dags er samruninn tæki gildi.“ „Búist er við að viðræðurnar muni fara fram á næstu vikum og verður nánar upplýst um framvindu þegar ástæða er til og í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu bankans,“ segir í tilkynningu. Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Arion og Íslandsbanki ítrekuðu svo báðir ósk sína um að sameinast bankanum í gær, og virðist Arion hafa boðið betur. Arion hefur einnig sent tilkynningu til Kauphallar þar sem sagt er frá samrunaviðræðunum. „Tækifærin sem felast í samruna félaganna eru fjölmörg, bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa. Gangi ferlið eftir verður til öflugur banki sem er einstaklega vel í stakk búinn að mæta fjölbreyttum fjármálaþörfum einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta,“ segir í tilkynningu Arion banka. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að stjórn Kviku hafi hafnað beiðni Íslandsbanka um samrunaviðræður. „Íslandsbanki hefur áður gefið út að bankinn hafi til skoðunar tækifæri til bæði innri og ytri vaxtar og mun bankinn áfram skoða hagkvæmustu leiðir til að nýta umfram eigið fé.“ „Það er mat stjórnar Íslandsbanka að það felist ýmis tækifæri til frekari samþættingar á fjármálamarkaði innanlands en einnig séu tækifæri til vaxtar erlendis. Bankinn mun áfram horfa til virðisaukningar fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa bankans,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58 Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21 Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. 13. júní 2025 15:58
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28. maí 2025 22:21
Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 28. maí 2025 09:25