Innlent

For­menn þing­flokka halda spilunum þétt að sér

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Enn liggur ekki fyrir hvenær þinginu verður slitið.
Enn liggur ekki fyrir hvenær þinginu verður slitið. Sýn/Sigurjón

Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið.

Þingmenn funda í dag en fyrst funda þingflokksformenn með Þórunni Sveinbjarnardóttur þingforseta. Um er að ræða fastan lið í dagskrá þingsins. Fréttastofa hefur freistað þess að ná tali af formönnum þingflokkanna en með takmörkuðum árangri.

Haft var samband við þingflokksformenn allra flokka á þingi og valda varaformenn en fá svör hafa borist. Ljóst er að staða þinglokaviðræðna er viðkvæm.

Greint var frá því fyrir helgi að viðræður væru á lokametrunum en lítið hefur spurst af þinginu síðan. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra er helsti ásteytingarsteinninn.


Tengdar fréttir

Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra

Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um.

Búið að boða til nýs fundar

Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×