Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir, Bjarni Gíslason, Gísli Rafn Ólafsson, Sigríður Schram, Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 8. júlí 2025 13:32 Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar