Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. júlí 2025 13:26 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira