Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 07:53 Stjórnendur byggingarfyrirtækja segja margt hafa áhrif á byggingu nýrra íbúða. Þeim gæti farið fækkandi næstu misseri. Vísir/Vilhelm Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira