Fótbolti

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur fyrir loka­leik stelpnanna okkar á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson ræðir við blaðmenn í dag en á morgun fer fram lokaleikur íslenska liðsins á mótinu.
Þorsteinn Halldórsson ræðir við blaðmenn í dag en á morgun fer fram lokaleikur íslenska liðsins á mótinu. Getty/Aitor Alcalde

Íslenska kvennlandsliðið mætir Noregi annað kvöld í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Blaðamannafundur fyrir leikinn er í beinni útsendingu hér á Vísi.

Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum sínum eftir tapleiki á móti Finnlandi og Sviss. Liðið er því að spila upp á stoltið í lokaleiknum á móti Norðmönnum sem eru öruggir með sæti í átta liða úrslitunum eftir sigra á fyrrnefndum liðum.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir mæta á fundinn fyrir hönd íslenska liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá fundinum en myndbandið kemur inn rétt áður en fundurinn byrjar sem er klukkan 10.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×