Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 11:00 Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Leiða má að því líkur að margir íbúar Grafarvogs hafi leitt hugann að háværum umkvörtunum íbúa í nágrenni við Fossvogskirkjugarð við þessi tíðindi. Þar hefur líkbrennsla verið starfrækt í áratugi og umkvartanir íbúa mýmargar. Íbúar hafa til dæmis lýst því að ekki sé hægt að opna glugga vegna megns óþefs og sóts sem af brennslunni stafar og berst inn í híbýli. Þá hafa skólar lýst skaðlegum áhrifum af nábýlinu. Áhyggjufullir Grafarvogsbúar Það skal engan undra að íbúar Grafarvogs hafi þegar sett sig í samband við mig með áhyggjur af þessum fyrirætlunum. Af þessu tilefni hef ég sent inn fyrirspurn til dómsmálaráðherra um áformin um líkbrennslu í Grafarvogi. Meðal þess sem ég óska eftir að ráðherrann svari er hvers vegna uppbyggingin muni eiga sér stað í Grafarvogi, svo nærri íbúðabyggð, og hvort aðrir valkostir hafi verið skoðaðir sem kynnu að valda minni skaða og ónæði fyrir almenning. Þá snýr fyrirspurnin að því hvort ráðherra hyggist grípa til ráðstafana, og þá hvaða, til að tryggja hagsmuni Grafarvogsbúa, svo sem vegna mengunar og loftgæða í kringum nýju líkbrennsluna. Ýmislegt dunið á Grafarvogsbúum Undanfarið hefur ýmislegt dunið á okkur Grafarvogsbúum og upplifun íbúa jafnvel sú að við séum afskipt; að stjórnvöld gæti ekki hagsmuna okkar sem skyldi. Við höfum til að mynda ekki átt fulltrúa í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur svo árum skiptir sem þekkir hverfið og gætir hagsmuna þess. Nýleg þéttingar- og uppbyggingaráform í Grafarvogi bera þess mjög merki. Íbúar Grafarvogs geta treyst því að undirrituð gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Það má vona að svör ráðherrans við fyrirspurn minni verði til þess að sefa áhyggjur okkar sem höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun