Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun