Davíð hafi lagt Golíat Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 16:29 Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, eru meðal þeirra sem rita undir yfirlýsinguna. Þau voru í Hæstarétti í morgun þegar dómurinn var kveðinn upp. Vísir/Ívar Fannar Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Í yfirlýsingu sem formenn sjö náttúruverndarsamtaka undirrita segir að niðurstaða Hæstaréttar sé mikill sigur fyrir náttúru og lífríki Þjórsár og þau telji þjóðina standa í þakkarskuld við landeigendur sem lögðu af stað í leiðangur gegn ofurefli Landsvirkjunar og stjórnvalda. „Hér má segja að Davíð hafi lagt Golíat í baráttu sem staðið hefur yfir í aldarfjórðung.“ Áfellisdómur yfir stefnu stjórnvalda Þetta sé í þriðja skiptið sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar er fellt úr gildi; fyrst með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní 2023, þá með dómi héraðsdóms í janúar á þessu ári og loks dómi Hæstaréttar í dag. Það sé mikill áfellisdómur yfir stórvirkjanastefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar, og stjórnsýslunni allri, að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi ítrekað verið fellt úr gildi. Verra sé að Landsvirkjun og stjórnvöld virði þær niðurstöður ekki. Afar mikilvægt sé að dómur æðsta dómstigs verði virtur og öllum framkvæmdum við ána, sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði vegna Hvammsvirkjunar verði tafarlaust hætt, enda sé ótækt að unnið sé í stórvirkjun með óafturkræfum náttúruspjöllum og óheyrilegum tilkostnaði af almannafé. Fyrirséð sé að leyfi sveitarfélaga verði nú felld úr gildi þegar ekkert er virkjunarleyfið. Ráðherra sýni vanvirðingu Fyrstu viðbrögð umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar, sem segja að haldið verði áfram óháð dómi Hæstaréttar og sótt um nýtt leyfi í krafti nýrrar löggjafar, séu fyrirsjáanleg. „Þau sýna náttúru, samfélagi og dómi Hæstaréttar vanvirðingu.“ Undir yfirlýsinguna rita Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd, Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugriðum,Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Elvar Örn Friðriksson, NASF á Íslandi, Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungum umhverfissinnum, Sigþrúður Jónsdóttir, Vinum Þjórsárvera, og Soffía Sigurðardóttir, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira