Enski boltinn

United leitar að yfir­manni leik­manna­kaupa

Siggeir Ævarsson skrifar
Jim Ratcliffe hefur staðið í miklum niðurskurði en ætlar nú að búa til nýtt stöðugildi.
Jim Ratcliffe hefur staðið í miklum niðurskurði en ætlar nú að búa til nýtt stöðugildi. Getty/Nicolò Campo

Eftir mikinn niðurskurð í starfsmannahaldi hjá Manchester United hefur stjórn liðsins ákveðið að búa til nýja stöðu og leitar nú að rétta manninum í hana.

Staðan sem um ræðir mætti sennilega kalla „yfirmaður leikmannakaupa“ en á ensku er það „head of senior recruitment“. Hlutverk þessa starfsmanns verður að fylgjast með störfum njósnara félagsins ásamt því að endurskipuleggja njósnanetið.

Mikill niðurskurður hefur verið hjá félaginu undanfarna mánuði og njósnurum þess fækkað úr 140 í 80. Steve Brown, sem hafði yfirumsjón með njósnurum félagins, er einn af þeim sem er horfinn á braut.

Hver sá sem verður svo heppinn að taka við þessu starfi á í það minnsta ærið verkefni fyrir höndum enda hefur lítið gengið á leikmannamarkaðnum hjá United á þessu tímabili og listinn yfir leikmenn sem hafa verið keyptir á uppsprengu verði síðustu ár en ekki staðið undir væntingum lengist bara og lengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×