Innlent

Vaktin: Til­lagan sam­þykkt og annarri um­ræðu um veiðigjöld lokið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir er fyrsti forseti Alþingis sem beitir ákvæðinu í 66 ár.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er fyrsti forseti Alþingis sem beitir ákvæðinu í 66 ár. Vísir/Ívar Fannar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun.

Málið er í 2. umræðu og er það mál sem lengst hefur verið rætt á þingi frá því mælingar hófust, eða í samtals um 159 klukkustundir.

Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda nú rétt í þessu. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan, auk þess sem hér að ofan má sjá beina útsendingu af þinginu, þar sem vænta má harðra viðbragða stjórnarandstöðuliða.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×