Lífið

Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jóna Elísabet er á leið til Spánar í endurhæfingu, þar sem hún ætlar að fá kraftinn í fingurna á ný.
Jóna Elísabet er á leið til Spánar í endurhæfingu, þar sem hún ætlar að fá kraftinn í fingurna á ný. Vísir

Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. 

Vala Matt fór í heimsókn til Jónu og spjallaði við Jónu. Eftir bílslysið beið hennar löng endurhæfing á Grensás, þar sem hún varð fyrir vonbrigðum vegna þess að tæki og tól sem henta hennar tilfelli voru ekki fyrir hendi.

„Ég sá á Instagram allt sem er til úti í heimi og hvað það er mikil framför í endurhæfingu en var alls ekki til staðar þarna,“ segir Jóna. 

Hún ákvað því að taka málin í eigin hendur og skipulagði átta vikna ferð til Madrídar á endurhæfingarstöð sem sérhæfir sig í einstaklingsbundinni endurhæfingu, og ýmis tæki og tól sem nýtast henni vel eru fyrir hendi. 

„Markmiðið mitt er fyrst og fremst að styrkja mig og styrkja hendurnar. Og þó svo að ég er ekki með mátt í fingrunum, þá vonandi með þessari endurhæfingu nýtt þá samt betur. Minni verkir, meiri sjálfstæði með því að geta nýtt hendurnar. 

En svo er auðvitað langtímamarkmið að geta þjálfað líkamann alveg niður. En það gerist ekki með því að vera einn heima, stirðna og gera ekki neitt. Þannig að ég er rosalega glöð að þetta sé komið í ferli og að þetta sé möguleiki.“

Viðtal Völu Matt við Jónu má sjá í heild sinni hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.