Fótbolti

Liver­pool leggur nú­merið hans Jota á hilluna að ei­lífu

Siggeir Ævarsson skrifar
Enginn mun leika í treyju númer 20 hjá Liverpool eftirleiðis
Enginn mun leika í treyju númer 20 hjá Liverpool eftirleiðis Vísir/Getty

Forráðamenn Liverpool, í samráði við fjölskyldu Diogo Jota, hafa ákveðið að leggja treyju númer 20 á hilluna hjá félaginu og votta Jota og minningu hans þannig virðingu sína.

Jota lést í hörmulegu bílslysi á dögunum og hafa forráðamenn Liverpool stutt vel við bakið á fjölskyldu hans meðal annars með því að greiða fjölskyldunni full laun Jota út þann tíma sem hann var samningsbundinn liðinu eða til næstu tveggja ára. Samkvæmt reglum FIFA falla allar skuldbindingar félaga niður við leikmenn ef þeir látast.

Þetta er í fyrsta sinn sem Liverpool tekur númer úr notkun og raunar hafa aðeins þrettán leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar verið heiðraðir á þennan táknræna hátt. Ákvörðun Liverpool nær til allra liða félagsins í öllum aldursflokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×