Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2025 10:23 Jenna mælir með spf 50 á andlit, bringu, hendur og handabök og spf 30 á aðra hluta líkamans í sólinni. Hvað ljósabekkina varðar vill hún banna þá alfarið. Vísir/Vilhelm/Getty Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein. Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jenna var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún var meðal annars spurð út í fullyrðingar sem ganga nú villt og galið um samfélagsmiðla, þess efnis að sólarvörn sé ekki síður skaðleg en sólin sjálf og jafnvel krabbameinsvaldandi. „Það er náttúrulega algjört rugl,“ svaraði Jenna um hæl. „Og margar stórar og góðar rannsóknir búnar að sýna það að þetta ver okkur gegn krabbameinum. Og við eigum algjörlega að nota sólarvörn.“ Mikil aukning hafi verið á greiningum húðkrabbameina síðustu áratugi og þá ekki síst vegna breyttrar „sólarhegðunar“, það er að segja sólarlandaferða þar sem fólk bókstaflega baðar sig í sólinni. „Þetta eru líka vissar atvinnustéttir,“ bætir Jenna við. „Þeir sem eru með krónískar, eða langvinnar, sólarskemmdir eru mikið til golfarar og svo náttúrulega bændur og þeir sem vinna úti við og eru útsettir fyrir sólinni.“ Að sögn Jennu geta neytendur vel treyst allri CE-merktri sólarvörn frá stórum framleiðendum en hún minnti líka á að sólarvörnin væri ekki bara fyrir sólríkustu og heitustu dagana, heldur líka fyrir daga þar sem sólin væri ekki alveg jafn áberandi. „Hér á Íslandi myndi ég segja alveg frá apríl, þegar sólin verður orkuríkari og fer að fara meira inn um gluggana og allt þetta, þá byrjar maður alveg að bera á sig sólarvörn daglega,“ segir hún. Jenna sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ljósabekkjum. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá. Ástralía og Brasilía eru búin að banna þá og svo er eitt land sem mér finnst eiginlega mjög skemmtilegt að sé búið að banna þá og það er Íran,“ segir Jenna. „Mér finnst að við hér á Íslandi ættum að gera það. Ljósabekkir valda fleiri krabbameinum en sígarettur,“ bætir hún við. Gjöld séu lögð á sígarettur en ljósabekkir séu út um allt og ekkert gert við því. Jenna segir það hafa verið mikið heillaspor að banna einstaklingum undir 18 ára að nota ljósabekki. „Því ef þú færð sólbruna eða brennur undir tvítugu, þá ertu búin að auka áhættuna á sortuæxlum um 75 prósent.“ Þá stórauki ljósabekkjanotkun fyrir 35 ára einnig áhættuna. Að sögn Jennu greinast yfir 50 manns með sortuæxli á hverju ári. Konur greinist yfirleitt um fimmtugt en karlar um sextugt. Dánartíðnin sé um tíu á ári. „Það er ekkert grín að fá sortuæxli,“ segir hún. Jenna segir ekki vanþörf á vitundarvakningu líkt og ráðist var í um aldamótin, eftir mikla aukningu húðkrabbameina meðal ungra kvenna. Það átak hafi skilað árangri og krabbameinum fækkað í einhver ár. Sortuæxli getur bæði birt sem nýr, óvenjulegur blettur og sem breyting á fæðingablett sem var fyrir. Hér má finna svar Vísindavefs HÍ um húðkrabbamein.
Sólin Heilbrigðismál Ljósabekkir Bítið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira