Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 23:04 Kaffistofan hefur verið rekin í Guðrúnartúni en þaðan er stutt í gistiskýli borgarinnar. Vísir/Vilhelm Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar. Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Greint var frá því í fyrrasumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025 en Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga ársins hring. Í maí lýstu forstöðumenn Samhjálpar svo áhyggjum af því að ekki fynndist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. En nú lítur staðan betur út. Vilja reka eldhús í Árbæ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, yfirleitt kölluð Rúna, segir að búið sé að endurskipuleggja starfsemi Kaffistofunnar: hún starfræki miðlægt eldhús en maturinn síðan ekinn í allt að þrjú mismunandi hús þar sem fólk getur sótt mat. Samhjálp sé búin að tryggja sér iðnaðareldhús til matargerðar við Lyngháls í Árbæ. Nú sé unnið að því að fá viðeigandi leyfi fyrir eldhúsið og þess vegna hafi Rúna fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag, þar sem þau vilja endurnýja leyfi sem var í gildi áður í húsnæðinu að Lynghálsi sem áður hýsti Eldhús sælkerans. Rúna segir að eldhúsið hafi nú verið tekið í gegn og sé í góðu ástandi. Aftur á móti er Samhjálp enn að leita að þjónustustöðum. Stefnt er að þjónustu á þremur stöðum í göngufæri við gistiskýli. (Str)ætisvagnar? Samhjálp er komin með tvær mögulegar staðsetningar en leitar að þeirri þriðju. Þá skoða samtökin meðal annars safnaðarheimili kirkna eða húsnæði í eigu kirkna og möguleika á að nota amerískar skólarútur. „Eitt af því sem við erum líka að skoða eru jafnvel þessar gömlu amerísku skólarútur eða skólabússar sem voru hérna eða eru til,“ segir Rúna. „Ef einhver lumar á góðum svoleiðis bíl, þá værum við til í að athuga það líka. Þannig að við erum bara vel til í alls konar ævintýri.“ Rúna segist hafa verið í samskiptum við borgarstjórn auk félags- og húsnæðismálaráðuneytisins vegna stöðunnar. „Bæði borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru okkur mjög velviljug og vilja okkur allt hið besta,“ segir Rúna, sem segir að Samhjálp sé hálfnuð í mark. „Já, við erum hálfnuð í mark. Það vantar bara herslumuninn.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagðist í samtali við Vísi í síðasta mánuði hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofunnar og ætla að gera allt sem í hennar valdi stæði til að tryggja áframhaldandi rekstur Kaffistofunnar.
Málefni heimilislausra Fíkn Efnahagsmál Félagsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira