Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 12:32 Esvatíní, sem áður hét Svasíland, er smáríki og síðasta konungsveldi Afríku. Höfuðborgin heitir Mbabane. Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa flutt fimm stórhættulega glæpamenn úr landi til þriðja ríkis, eftir að heimaríki mannanna neituðu að taka við þeim. Bandaríkin hafa nú þegar flutt fjölda einstaklinga til El Salvador og átta til Suður-Súdan, eftir að dómstólar lögðu blessun sína yfir brottflutning ólöglegra innflytjenda til þriðju ríkja. Fimmmenningarnir sem fluttir voru á brott að þessu sinni eru frá Kúbu, Jamaíka, Víetnam, Laos og Jemen en þeir voru sendir til konungsríkisins Esvatíní í Afríku. Aðstoðarheimavarnaráðherrann Tricia McLaughlin greindi frá brottflutningnum á samskiptamiðlinum X, þar sem hún sagði mennina hafa gerst seka um svo hrottalega glæpi að heimaríki þeirra hefðu neitað að taka á móti þeim. Sagði hún meðal annars um að ræða morð og nauðgun barns. NEW: a safe third country deportation flight to Eswatini in Southern Africa has landed— This flight took individuals so uniquely barbaric that their home countries refused to take them back.These depraved monsters have been terrorizing American communities but thanks to @POTUS… pic.twitter.com/TsanIX8H4T— Tricia McLaughlin (@TriciaOhio) July 16, 2025 McLaughlin lýsti mönnunum sem siðlausum skrýmslum, sem hefðu hrellt bandarískt samfélag en væru nú komnir út fyrir landsteinana. Yfirvöld í Esvatíní, sem á landamæri að Suður-Afríku og Mósambík, hafa ekki tjáð sig um málið. Landið hefur hins vegar verið nefnt meðal þeirra ríkja sem Bandaríkjamenn hafa haft til skoðunar þegar kemur að flutningi óæskilegra einstaklinga til þriðja ríkis. Stjórnvöld í Rúanda hafa greint frá því að hafa átt í viðræðum við Bandaríkjamenn en Benín, Angóla, Miðbaugs-Gínea og Moldóva hafa einnig verið nefnd til sögunnar sem möguleg móttökuríki. Esvatíní Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Bandaríkin hafa nú þegar flutt fjölda einstaklinga til El Salvador og átta til Suður-Súdan, eftir að dómstólar lögðu blessun sína yfir brottflutning ólöglegra innflytjenda til þriðju ríkja. Fimmmenningarnir sem fluttir voru á brott að þessu sinni eru frá Kúbu, Jamaíka, Víetnam, Laos og Jemen en þeir voru sendir til konungsríkisins Esvatíní í Afríku. Aðstoðarheimavarnaráðherrann Tricia McLaughlin greindi frá brottflutningnum á samskiptamiðlinum X, þar sem hún sagði mennina hafa gerst seka um svo hrottalega glæpi að heimaríki þeirra hefðu neitað að taka á móti þeim. Sagði hún meðal annars um að ræða morð og nauðgun barns. NEW: a safe third country deportation flight to Eswatini in Southern Africa has landed— This flight took individuals so uniquely barbaric that their home countries refused to take them back.These depraved monsters have been terrorizing American communities but thanks to @POTUS… pic.twitter.com/TsanIX8H4T— Tricia McLaughlin (@TriciaOhio) July 16, 2025 McLaughlin lýsti mönnunum sem siðlausum skrýmslum, sem hefðu hrellt bandarískt samfélag en væru nú komnir út fyrir landsteinana. Yfirvöld í Esvatíní, sem á landamæri að Suður-Afríku og Mósambík, hafa ekki tjáð sig um málið. Landið hefur hins vegar verið nefnt meðal þeirra ríkja sem Bandaríkjamenn hafa haft til skoðunar þegar kemur að flutningi óæskilegra einstaklinga til þriðja ríkis. Stjórnvöld í Rúanda hafa greint frá því að hafa átt í viðræðum við Bandaríkjamenn en Benín, Angóla, Miðbaugs-Gínea og Moldóva hafa einnig verið nefnd til sögunnar sem möguleg móttökuríki.
Esvatíní Bandaríkin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila